top of page
Presentation_edited.jpg

Löggildur ökukennari // Árni Jóhannesson

MEÐ ÞÉR ALLA LEIÐ

PERSÓNULEGT

Sniðið að þörfum hvers og eins

Kennsla á íslensku eða ensku

ÖRYGGI

Ekki bara bílstjóri, heldur öruggur og meðvitaður ökumaður

SAMKENND

Mætum þér þar sem þú ert

Utiadaka Skilabod

UM

Ég heiti Árni ég er ökukennari hjá UTIADAKA.IS – en leið mín hingað var ekki bein, heldur full af beygjum og bensínlykt.

 

Ég er lærður bifreiðasmiður og hef unnið við viðgerðir, viðhald og endurbyggingu bíla. Ég hef alltaf haft áhuga á bílum með hestöfl – og hvernig þeir virka. Ég hef líka unnið við sölumennsku og það besta við það er að kynnast fólki, - því fólk er oft svo skemmtilega misjafnt. Þegar ég ákvað að verða ökukennari sá ég möguleika á að sameina þekkingu mína á bílum við mannleg samskipti.

 

Fyrir mér snýst ökukennsla ekki bara um að komast í gegnum próf, heldur að byggja upp sjálfstraust, ábyrgðartilfinningu og jákvæða tengingu við akstur. Ég legg áherslu á að nálgast hvern nemanda af áhuga og virðingu – því allir læra á sinn hátt og á sínum hraða.

 

Mér finnst mikilvægt að skapa öruggt og jákvætt námsumhverfi þar sem þú mátt spyrja, gera mistök og vaxa – hvort sem þú ert að læra að starta bíl í fyrsta sinn eða að fínstilla beygjurnar fyrir próf.

Ég hlakka til að taka þátt í ferðalaginu þínu!

“Ég er bifreiðasmiður og ökukennari"

Árni ökukennari utiadaka
Clients

SKILMÁLAR

Kennslustundin er 45 mínútur. Ökutímar geta verið mislangir, eftir viðfangsefni. 

Nema um annað sé samið er reikningur sendur í lok hvers mánaðar fyrir tímum þann mánuð.  Áður en farið er í ökupróf þarf að vera búið að gera upp.

bottom of page